þriðjudagur, 24. apríl 2012

Kórferðin í ár.

Kórferðalagið okkar í Söngfélagi Skaftfellinga í ár var til Hafnar í Hornafirði. Farið var af stað föstudaginn 20. apríl og komið heim sunnudaginn 22. apríl eftir frábæra skemmtun á Höfn í Hornafirði. Ég var síðbúinn í þessa ferð þannig að ég fór akandi á eigin bíl en kórinn fór með rútu. Á leiðinni austur og til baka var víða komið við og sungið. Aðaltónleikarnir voru á Höfn í Hornafirði á laugardeginum og var tekið til þess hve vel var mætt. Auk Söngfélags Skaftfellinga söng Samkór Hornfirðinga nokkur lög en kórfélagar í honum tóku vel á móti okkur. Um kvöldið var svo efnt til samsætis og með kvöldverði og söng og skemmtan. Ferðin austur gékk mjög vel. Veður var lengst af fallegt en eftir að komið var framhjá Skaftafelli var ísing í loftinu og rok kviður á köflum. Veðrið á laugardeginum og sunnudeginum var ágætt og heimferðin sóttist vel. Í stuttu máli má segja að þessi ferð verði ógleymanleg fyrir margra hluta sakir. Nóg í bili.

Engin ummæli: