fimmtudagur, 28. júlí 2016

Sumarfrí í Svíþjóð

Við höfum nú verið tvær vikur hér í Hässleholm í Svíþjóð og átt hér góða daga. Fyrri vikuna vorum við með bifreið og notuðum tækifærið til að ferðast um. Eftirminnilegast er ferð til Ölands en þangað höfðum við ekki komið í tæpa fjóra áratugi. Skoðuðum vitann Lange Jan í suðri og Solliden höllina. Í Kalmar gistum við eina nótt og notuðum tækifærið til að heimsækja Kalmar kastala, sem er mikil og glæsileg bygging sem á langa sögu. Við keyrðum Glasrundan til baka og komum við í Nybro, Boda, og Kosta. Hér í nær höfum við farið til Kristianstad, Yngsjö og víðar. Þessa vikuna höfum við haldið okkur í Hässleholm utan einn dag sem við skruppum til Kaupmannahafnar. Þetta hafa verið ljúfir dagar og hitinn verið allt að 27 gráður og sól. Miðar ekki ágæti fría við það hversu sólarstundirnar eru margar?

Engin ummæli: