sunnudagur, 1. október 2017

Kosningar í Katalóníu

Um þetta leyti í fyrra vorum við í Tarragona í Katalóníu. Ég var búinn að lesa sögu Francos og þóttist nokkuð góður að hafa lesið söguna. Var hálf hissa hvað þeir Katalóníumenn sem ég ræddi við um bókina voru fáskiptir um hana. Það eru afkomendur fylgismanna Francos sem standa fyrir þessum aðgerðum í dag. Við heyrðum í vinum frá Tarragona, sem létu okkur vita um sig og segja okkur frá gangi mála. Það færir mann nær atburðum að eiga þarna vini og samstarfsfólk, sem er í miðri hringiðunni. Fyrir utan helstu borgir voru skip með lögreglumönnum, sem biðu þess að koma í land og stöðva kosningarnar. Vinir okkar sögðu allt í lagi með sig og þótt Katalónar væru reiðir eftir þessa atburði væri allt í lagi fyrir okkur að koma fljótt í heimsókn að nýju. Það má hinsvegar búast við mótmælum t.d. í formi þess að fólk leggi niður vinnu

Engin ummæli: