föstudagur, 6. nóvember 2020

Var það Rumsfeld sem lokaði eða?

 Var að hlusta á viðtal við, Ólaf Ragnar Grímssonar í þættinum Víglínan sem sýndur var á Stöð 2 þann 25. október sl. Hann var þar til að segja frá nýrri bók sinni, Sögur fyrir Kára. Hann sagði frá ýmsum sögum á ferli sínum. Ein af þessum sögum var af fundi Ólafs og bandarísks þingmanns, sem er skíðavinur Dorrit og var formaður hermálanefndar þingsins. Þingmaðurinn sagði Ólafi frá því að aldrei hefði íslenskur ráðamaður haft samband vegna varnarmála landanna við þingið eða hermálanefndina. Hann lagði áherslu á það að hvorki Halldór né Davíð hefðu ræktað þessi samskipti þjóðanna. Þetta kemur leikmanni sem hefur gluggað í ævisögu Donalds Romsfeld fyrrum varnarmálaráðherra spánskt fyrir sjónir og sérstasklega sérstökum þætti hans varðandi brotthvarf herstöðvarinnar. Í ævisögu hans er því lýst hvernig hann náði fram þeirri málamiðlun í ágreiningi við utanríkisráðuneyti USA að herstöðinni á Íslandi yrði lokað. Hann vildi loka mun fleiri herstöðum en niðurstaðan var þessi. Að mati hans skipti Ísland ekki lengur máli hernaðarlega og því væri í lagi að loka stöðinni. Rumsfeld hældi sér af þessum árangri vegna þess að það sparaði bandarískum skattgreiðendum 246 milljónir dala á ári. Þá var það að mati Rumsfeld óþarft að haldið yrði úti þyrlusveit á Íslandi til þess að bjarga íslenskum sjómönnum úr sjávarháska. Íslendingar gætu bara gert það sjálfir. Nú virðist hafa orðið áherslubreyting í USA og þeir horfa aftur til vaxandi mikilvægis okkar til þess að fylgjast með skipaferðum Rússa á N - Atlantshafi. Ég spyr nú bara hvort þessi þingmaður hafi ekki lesið ævisögu varnarmálaráðherrans og hvernig eftirfylgni í þeirri nefnd er með slíkum breytingum sem brottför hersins var.

Engin ummæli: