Eru það örlög íslenskra fyrirtækja, ef þau sýna árangur í starfsemi að enda í eigu erlendra aðila? Marel hf, Össur hf, Keraces hf, Nói Sirius hf, svo nokkur séu nefnd. Hvenær verða önnur lykilfyrirtæki líka seld eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur? Þetta þarf að ræða með skýrum hætti. Í sjávarútvegi eru lög sem banna erlendum aðilum meirihluta eignarhald og skipstjóri á íslenskum fiskiskipum verður að vera íslenskur ríkisborgari. Þetta er að sjálfsögðu til að koma í veg fyrir að fiskimiðin lendi í erlendum höndum. Af hverju eru ekki sambærileg ákvæði varðandi jarðarkaup erlendra fjárfesta á jörðum? Það er eins og tíðarandinn vinni gegn öllu því sem íslenskt er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli