föstudagur, 1. nóvember 2024

Í aðdraganda forsetakosninga í USA

Það sem vekur mesta furðu í aðdraganda þessara kosninga í USA, í voldugasta ríki heimsins, er hvað undirbúningur kosninganna er tilviljanakenndur hjá Demókrötum. Fáir virtust hafa trú á því að Trump ætti möguleika á að verða aftur forseti í byrjun þessa árs. Eitthvað var verið að tala um það í sumar að Biden væri orðinn of gamall. Hann sagðist eigi að síður ætla að bjóða sig fram. Í fyrstu kappræðunni kom í ljós að hann er búinn á því karlinn. Trump hafði öll trompin á sinni hendi í lok kappræðanna. Það varð auðvitað “panik” hjá Demókrötum. Háværar raddir voru uppi um að Biden yrðu að draga sig í hlé. Hann samþykkir það loks. Þá er ákveðið að varaforsetinn Kamala Harris taki keflið og hlaupi í skarðið sem frambjóðandi þeirra! Þremur mánuðum fyrir kosningar! Hún hefur nánast ekkert verið í umræðunni, allavega ekki á erlendum vettvangi. Ef Trump vinnur þessar kosningar er sigurinn ekkert annað en gjöf frá Demókrötum á silfurfati! Það álykta ég á grundvelli lélegs undirbúnings í aðdraganda kosninganna. Hvernig gat það farið framhjá þeim að blessaður Biden var orðinn of gamall til að standa í svona þrasi.

Engin ummæli: