föstudagur, 27. ágúst 2004

Romeó og Júlía

Við fórum á leikritið Romeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn 25. ágúst. Ég mæli eindregið með þessu leikriti. Maður heldur athyglinni allan tímann, þótt söguþráðurinn sé öllum kunnur. Ást, hatur, valdaátök, gleði og sorg - húmor það eru öll elementin til staðar. Ég tel að þetta leikrit muni sóma sér á öllum merkilegustu leiksviðum sem þekkt eru í stóru löndunum í kringum okkur. Leikararnir fara á kostum og skila allir sínu með sóma.

Engin ummæli: