laugardagur, 11. september 2004

Haustdagar...

"Skynda dig älskade, skynda att älska snart er den blommande sommaren bort."Maður finnur það að haustið er komið. Annars hafa þetta verið mildir dagar, þótt vissulega hafi verið nóg um suðvestan rok og rigningu. En nóg með veðrið. Það er helst af stór viðburðum síðustu vikna að Sirrý átti 50 ára afmæli þann 1. september. Dagarnir fyrir og eftir afmælið hafa verið annasamir vegna vinnu hjá öllu heimilisfólki. Valdi og Stella eru komin aftur í kjallarann, þótt horfur séu á að það verði ekki mjög lengi í þetta skipti. Það er vissulega tilbreyting að vera aftur orðin 5 í kotinu. Ég var norður á Akureyri í vikunni á ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Hafsjór tækifæra kallaði Íslandsbanki ráðstefnuna en hann stóð fyrir henni. Þar var ýmislegt rætt og verður ekki fjallað sérstaklega um það. Athyglisvert var að heyra skelegga ræðu utanríkisráðherra og svo var áhugavert að hlusta á mál Kjell Inge Rökke hinn þekkta norska athafnamann, sem á rætur sínar í sjávarútveginum.

Engin ummæli: