mánudagur, 27. september 2004

Hauststillur...

Mér verður tíðrætt um veðrið, en þetta ár er búið að vera með ólíkindum gott hér á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna daga hafa verið undursamlegir stilludagar, eftir rokið sem ég talaði um í síðustu viku. Það er svo hressandi og nærandi að fá sér göngutúra í Fossvogsdalnum í svona veðri. Kóræfing var í kvöld. Við erum að æfa bæði ný lög og lög frá síðasta ári. Ætla að reyna að vera duglegur að mæta í vetur. Píanónámið lofar einnig góðu. Nú er bara spurning hvort maður hefur tíma til þess að æfa sig á báðum sviðum til þess að ná árangri. Tíminn lýður ótrúlega hratt þessa dagana. Október handan við hornið.

Engin ummæli: