miðvikudagur, 29. september 2004

Do,re,me,fa,so,la,ti......

Ég fór fyrsta hljómfræðitímann í dag. Fyrsta verkefnið að lesa nótur á g - lyklinum. Ég veit hvað þær heita allar, en unglingarnir sem eru tæpum 40 árum yngri eru bara miklu fljótari. Úffff, hvað er ég nú að gera. C,D,E,F,G,A,H. Jú, jú ég kann þetta heilinn er bara orðinn svolítið stirður. ...I know I can do this better.... Svo slógum við taktinn 2/4,3/4 og 4/4. Svolítið stirt hjá mér og svolítið klaufalegt. Skyldu blessuð börnin sjá að kallinn er ekki allveg í takt, hefur reyndar aldrei verið það. OK, nóg af þessu rausi, en þetta var nú lífsreynslan í dag.

Engin ummæli: