sunnudagur, 3. október 2004

Píanóið í öndvegi..

Fór á píanódaga í Gerðubergi í dag þar sem píanóið var í öndvegi. Þetta var kynningardagur á píanónámi, píanóspili og svo hljóðfærinu sjálfu. Pökkuð dagskrá af efni, mjög athyglisverðu. Eftirminnilegt verður að hafa hlustað á 18 píanóleikara spila í einu boðhlaupi allar 24 prelodíur Chopins. Þetta var virkilega efnismikil dagskrá og til fyrirmyndar í alla staði. Hafi þeir sem að þessu stóðu mikla þökk fyrir framtakið. Það er með ólíkindum hvað tónlistarlífið í höfuðborginni er orðið fjölbreytilegt. Það rekur hver stórviðburðurinn annan á tónlistarsviðinu. Stórstjörnur í músíkinni koma nánast á færibandi frá útlöndum. Þetta hefur heldur betur breyst frá því sem áður var.

Engin ummæli: