sunnudagur, 17. október 2004

fimmtíu og tveggja ára.

Já árin líða eitt af öðru. Maður má þakka fyrir hvert ár meðan maður heldur dampi, góðri heilsu og gleði í sinni. Eins og læknirinn minn segir: Heilbrigður maður á þúsund drauma, en veikur maður aðeins einn. Við höfum haft helgarheimsókn Hjartar, en hann er nú farin aftur heim til Akureyrar. Í gær áttum við saman góða kvöldstund heimilisfólkið hér í Brekkutúni og foreldrar mínir og Þórunn systir, Svenni mágur og Júlíus Geir. Í dag fórum við í heimssókn til Árna Sveinssonar frænda míns, sem er 24 ára í dag. Hann og Sunneva eru aldeilis búin að koma sér vel fyrir í Hafnarfirði.

Engin ummæli: