miðvikudagur, 13. október 2004

Óvenjulegt veður.

Já, það er ekki hægt að segja annað en að veðrið er óvenjulegt fyrir þennan árstíma. 10 til 11°C hiti í október dag eftir dag. Sjómenn segja frá því að í Breiðarfirði sé fiskurinn ekki á hefðbundnum miðum, en hann megi sækja mun nær landi en menn hafi átt að venjast. Eins og einn sagði við mig þeir þurfa varla að fara út úr höfninni. Annars er allt frekar tíðindalaust þessa dagana og lítið fréttnæmt af okkur.

Engin ummæli: