sunnudagur, 19. september 2004

Helgin komin og farin og...

já og Hjörtur er kominn og farinn. Þetta er með ólíkindum hvað helgarnar líða hratt. Í gær fórum við á enn eina tónleikana á þessu ári. Í boði Háskóla Íslands hlýddum við á Jónas Ingimundarson og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran í Háskólabíó. Mjög skemmtileg og eftirminnileg stund með þessum tveimur tónlistarmönnum. Í efnisskránni var komið víða við og Jónas og Diddú fóru á kostum. Eftir tónleikana bauð Háskólinn starfsmönnum og mökum til móttöku í hátíðarsal háskólans. Í dag heimsóttum við Gljúfrastein og héldum svo á Þingvöll að skoða haustlitina. Þar fundum við litla laut með bláberjum og skjól fyrir vindinum. Sól í heiði og 13 stiga hiti. Hvet fólk til að skoða Gljúfrasteinn. Þetta er mjög góð viðbót í vaxandi safnaflóru landsins.

Engin ummæli: