sunnudagur, 8. ágúst 2010

Strandarkirkjuganga

Gönguhópurinn 2010 Í gær var gengið á Strandar kirkju með afkomendum Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum. Hluti hópsins hóf gönguna við Vífilsstaðavatn og gékk því samtals um 36km að Hlíðarvatni. Stærsti hluti hópsins byrjaði gönguna við Bláfjallaveginn en sá áfangi er samtals um 18 km. Gönguveður var gott þrátt fyrir einstaka skúri og tók alls um sjö tíma lengri hlutinn en fjóra til fimm tíma styttri vegalengdin. Að göngunni lokinni var keyrt síðasta spölin að Strandarkirkju þar sem gönguforinginn Helgi Sigurðsson fór yfir annál göngunnar. Afi hans Helgi Ingvarsson stofnaði til þessarar gönguhefðar fyrir um 70 árum. Eftir gönguna var komið saman hér í Brekkutúninu. Kveðja.

Engin ummæli: