sunnudagur, 29. ágúst 2010

Út í Eyjum.

Stafkirkjan
Okkur Sirrý var boðið í heimsókn út í Eyjar á föstudaginn. Eftir vinnu keyrðum við austur í Landeyjarhöfn og fengum okkur far með Herjólfi kl. hálf tíu um kvöldið og vorum kominn til Eyja um fjörtíu mínútum síðar. Áttum yndislega stund í Eyjum. Borðuðum góðan mat og fórum í göngutúr og bíltúr víða um Heimaey og fórum svo aftur heim í gærkvöldi. Ferðin upp á land með Herjólfi tók um hálftíma og eftir góða tvo tíma vorum við í kominn í Kópavog. Þetta er gríðarleg samgöngubót við Vestmannaeyjar og lítið mál að skella sér í heimsókn þangað. Við skildum bílinn eftir við Landeyjarhöfn. Farið yfir kostar 1000. kr á mann aðra leið.

Engin ummæli: