mánudagur, 21. febrúar 2011

Lífsklukkan tifar.

Vík í Mýrdal. Tíminn flýgur áfram. Við erum stöðugt minnt á að öllu er mörkuð ákveðin stund í tíma. Vinkona mín sagði mér einu sinni að lífinu mætti líkja við tímaglas. Sandurinn rennur milli hólfa. Fyrst hægt og rólega, svo er eins og hröðun verði í rennslinu er á líður og efra hólfið tæmist. Lífið er núna og okkur ber að fanga stundina og njóta hennar til fullnustu. Maður á ekki að fresta því sem maður á ógert sagði annar góður vinur sem átti við veikindi að stríða. Betur væri að maður færi eftir þessum heillaráðum oftar en því miður gerir maður það ekki. Það eru vangaveltur í þessum dúr sem leita á hugann í skammdeginu, jafnvel þótt daginn sé farið að lengja. Meðfylgjandi mynd frá Vík í Mýrdal lýsir svoltíð þessu hugarfari skammdegsins sem ég er að reyna að koma í orð,dimmt yfir en sólskin í fjarska.

Engin ummæli: