föstudagur, 11. mars 2011

Jarðskjálftar og flóðbylgjur í Japan.

Enn á ný minnir náttúran okkur á mátt sinn og krafta. Á fyrsta degi er staðfest að eitt þúsund hafi farist. Augljóslega á sú tala eftir að hækka. Jarðskjálftinn í Japan var 8.9 stig. Skjálftinn er sagður 1000 sinnum sterkari en síðasti Suðurlandsskjálfti. Í kjölfarið kom flóðbylgja sem fréttastofur hafa keppst við að sýna okkur í dag. Eyðileggingin er gríðarleg. Ofan á þetta bætist að heimsbyggðin bíður í ofvæni eftir því hvort takist að kæla kjarnorkuverið Fukushima sem er skaðað. Hugur okkar er hjá japönsku þjóðinni og þjáningu hennar í þessum náttúrhamförum.

Engin ummæli: