föstudagur, 18. mars 2011

Í dagsins önn.

Þetta hafa verið óvenjulegir sjö dagar. Hörmungar Japana eru ofarlega í huga og er ekki enn séð fyrir endan á þeim. Þá eru blóðug átök í ýmsum arabalöndum. Hér á landi er enn verið að vinda ofan af bankakrísunni og mikil óvissa er á flestum sviðum þjóðlífsins meira og minna af manna völdum. Það besta sem ég hef heyrt í dag var í RÚV á leiðinni í vinnuna þar sem kollegi minn/hagfræðingur gerði að umtalsefni ástina og lostan í stað þess að tala um efnahagsmálin og raforkuna. Hann notaði í þessu samtali samlíkingu úr tölvuheiminum. Það væri ekki nóg að vélbúnaðurinn væri tengdur það þarf að tengja hugbúnaðinn saman líka. Hann fór líka allt aftur um 2500 ár til Plató til þess að rökstyðja mál sitt varðandi hina líkamlegu og andlegu tengingu ástarinnar. Segði svo að hagfræðingar hugsi bara um tölur.

Engin ummæli: