mánudagur, 21. mars 2011

Skaftfellingamessa 2011

Söngfélag Skaftfellinga. Í gær var haldin hin árlega Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju. Söngfélag Skaftfellinga sá um sönginn að venju. Eftir helgihaldið var haldið kaffisamsæti í safnaðarheimili kirkjunnar og boðið upp á kaffi, kökur og söng sem kórinn annaðist. Skaftfellingamessa hefur nú verið haldin í nokkur ár og er hún ávallt mjög vel sótt. Nú er talið að um tvö hundruð manns hafi sótt messuna.

Engin ummæli: