miðvikudagur, 16. mars 2011

Hörmungar Japana.

Jarðskjálfti upp á níu á Richter. Gríðarleg flóðbylgja af hafi. Eyðing byggða. Mikið manntjón. Kjarnorkuver í ljósum logum. Geislavirk efni í andrúmsloftinu. Matarskortur og ringulreið. Vaxandi hræðsla og örvænting. Hörmungarnar í Japan og dómínó áhrif jarðskjálftanna sem þar urðu á föstudaginn eru hræðilegri en orð fá lýst. Hvað er hægt að segja við fólk sem glímir við slíka erfiðleika? Hugur okkar er með ykkur? Ég veit það ekki. Manni er orðavant.

Engin ummæli: