sunnudagur, 13. mars 2011

Afleiðingar jarðskjálfa og flóðbylgju í Japan.

Leitaða að geislavirkni. BBC.CO.UK Þessi mynd lýsir vel því ásatandi sem Japanir glíma við í dag.Leitað að geislavirkni á litlu barni sem verið er að flytja á brott. Tvöhundruð þúsund hafa verið flutt á brott. Tvö kjarnorkuver eru í hættu og þegar hafa orðið sprengingar í einu þeirra, þótt sú sprening sé ekki í kjarnaofninum sjálfum. Sjónvarpsstöðvar sýna skemmdirnar í landinu og ljóst að þær eru gríðalegar. Vonandi að takast megi að koma í veg fyrir bráðnun ofnanna í þessum verum. Fjöldi þeirra sem týnt hafa lífi í hamförunum fer hækkandi og augljóslega ekki vitað á þessu stigi hvert manntjónið er. Fréttastöðvar dást að því hvernig fólkið bregst við hamförunum, þrátt fyrir gífurlega erfiðleika og skemmdir.

Engin ummæli: