miðvikudagur, 6. júlí 2011

Aðalvík og Hesteyri

Gönguhópurinn fyrir framan Hjálmfríðarból Í gær lauk fimm daga ferð í frábærum hópi Skálmara um Hornstrandir. Dugnaður og æðruleysi þessa samstillta hóps verður lengi í minnum hafður. Ferðin hófst á föstudaginn sl. með því að siglt var frá Bolungavík til Aðalvíkur. Við gistum á Hjálmfríðarbóli í landi Sæbóls. Þaðan var svo farið í gönguferðir og til veiða í Staðarvatni. Auk þess tók hópurinn til hendinni með húsráðendum við ýmis útiverk. Síðasta daginn var gengið frá Aðalvík til Hesteyrar í mjög góðu veðri. Þaðan var svo siglt aftur til Bolungavíkur. Þetta hafa verið frábærir dagar í eins góðu veðri og hugsast getur til útiveru. Náttúra þessa svæðis er stórkostleg. Maður getur átt von á hverju sem er. Hvítabjörnum? Nei við sáum bara álftir. Meira síðar.....

Engin ummæli: