föstudagur, 24. júní 2011

Á miðsumarsnóttu.

Í kvöld er einn mesti hátíðardagur Svía. Það sem þeir kalla "midsommarfesten." Þeir fagna miðsumri ávallt helgina eftir lengstan sólargang þ.e. 21. júní ár hvert. Þetta er almennur frídagur í landinu. Fjölskyldur og vinir eiga samverustund. Setið er í kvöldsólinni og á borðum sænskir sumarréttir, síld, nýjar kartöflur, dill, hrökkbrauð og öl og vín. Þetta er stóra sumarhátíðin. Dansað er í kringum maístöngina og yndislegasta tíma ársins fangað. Værð og friður leggst yfir sumarlandið og það hvílir ró og friður yfir borg og bí. Marga yndislega stundina hefur maður átt á þessum árstíma í Svíþjóð, bæði á námsárunum og svo í heimsóknum síðustu áratugi. Æ, nú langar mig yfir hafið. Sendi því bestu kveðjur.

Engin ummæli: