sunnudagur, 5. júní 2011

Á sjómannadaginn

Smáey VE
Óska sjómönnum til hamingju með daginn. Það var ekkert í líkingu við veðurhaminn á þessari mynd veðrið í Skaftártungunni í dag. Við Valdimar Gunnar eyddum deginum við ýmis verkefni við Göggukot í dag ásamt Birni, sem leiddi verkið. Veðrið var yndislegt 15°C hiti og sól lengst af. Allt austur að Hellu var ýmist rigningarsuddi eða skýjað. Við lögðum af stað kl. 8.30 og vorum komnir í bæinn aftur kl. 19.00. Hlustuðum á ræður sem fluttar voru á hafnarbakkanum í útvarpinu og nutum veðurblíðunnar. Umferð var róleg austur í morgun en var þung eftir að komið var að Selfossi á bakaleiðinni.

Engin ummæli: