sunnudagur, 12. júní 2011

Sigrún Huld hjúkrunarfræðingur.

Dóttir okkar Sigrún Huld útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í gær. Það eru viss tímamót þegar yngsta barnaið líkur háskólanámi. Minnir mann á að tíminn flýgur áfram. Við Sirrý mættum á útskriftarhátíð háskólans í Laugardalshöll. Það voru alls 1816 prófskírteini afhent þennan dag. Hákólinn er 100 ára á þessu ári og markaði afmælishátíðin athöfnina. Fyrsta árið voru 45 nemendur í skólanum en í ár voru yfir 14 000 nemendur. Það var gaman að sjá þennan fríða flok útskriftarnema ganga fyrir kennara sína og taka við skírteinum sínum. Hér var svo smá teiti í gær eftir athöfnina. Annállinn óskar Sigrúnu til hamingju með áfangann.

Engin ummæli: