föstudagur, 17. júní 2011

Gleðilega þjóðhátið

Í Bankastræti. Við fórum að venju á bæjarröltið í gærkvöldi í tilefni dagsins. Það vakti athygli okkar hversu fáir voru á ferli í miðbænum. Man bara ekki eftir jafn fáum í bænum á 17. júni. Nú er minnst 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, sem fæddist 17. júní 1811. Sjálfstæðisbaráttan er verkefni sem líkur aldrei. Varðstaða um fullveldið er eitt af mikilvægustu verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir. Ég er sannfærður um að Íslandi farnist best meðan við höldum sjálf um stjórnartauma í landinu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það er einmitt viðbraðsflyti og snerpa smáþjóðar til að bregðast við aðsteðjandi aðstæðum sem veitir okkur eitt mikilvægasta samkeppnisforskotið gagnvart öðrum stærri þjóðum. Vonandi tekst okkur að halda frelsinu inn í framtíðina. Ef einhver er að velta fyrir sér þeim sem eru með okkur á myndinni þá eru þetta Hjálmar og Anna Gauja börn Hannesar Hjálmarssonar og Höllu Sigrúnar. Hann var að taka mynd af þeim og við smygluðum okkur inn á myndina. Gleðilega þjóðhátíð.

Engin ummæli: