sunnudagur, 12. júní 2011

Eagles tónleikar í Reykjavík.

Frey og Henley. Við Hjörtur Friðrik fórum á Eagles tónleikana í Laugardalshöll á fimmtudaginn var. Þetta var mikil upplifun að loks kynnast þessari stórkostlegu rokkhljómsveit. Það fór ekki milli mála að hér voru músíkjöfrar á ferð. Hver smellurinn á fætur öðrum var leikinn við mikinn fögnuð áheyranda. Áberandi var að karlmenn voru í þó nokkrum meirihluta á þessum tónleikum. Talið er að 10 000 manns hafi verið á tónleikunum. Hljómurinn í nýju höllinni var góður en húsnæðið ræður illa við slíkan fjölda áheyrenda. Loftleysið og hitinn var þrúgandi. Þetta var samt tónlistarveisla sem var hverrar krónu virði.

Engin ummæli: