sunnudagur, 11. október 2015

Eitt lítið "halló" í stað fyrirgefningar

Í gærkvöldi hlustaði ég á samtal tveggja bræðra, 8 ára og 2 ára. Eldri bróðirinn var ósáttur við þann yngri sem hafði komist í liti og krassað í bók sem hann átti. Það gékk á ýmsu og sá yngri skyldi ekki það tilfinnanlega tjón, sem hann hafði valdið bróður sínum. Eftri nokkrar umræður og örvæntingu á báða bóga segir sá eldri: Þú skemmdir bókina, segðu fyrirgefðu. Sá yngri horfði á stóra bróðir og sagði, Nei! Ekkil líkaði eldri bróðurnum svarið og endurtók ásökun og afsökunarkröfu. Þá kom NEI/JÁ! Ekki líkaði svarið og aftur reyndi sá yngri og sagði, JÁ en nú á vitlausum stað. Nú voru góð ráð dýr fyrir þann litla og hann greip til þess orðs sem hafði hjálpað honum að bræða fólk áður og sagði hátt og snjallt, HALLÓ. Það var látið duga þar til hann verður kominn á þann stað í lífinu að vita í hverju fyrirgefningin fellst

Engin ummæli: