þriðjudagur, 24. maí 2016

Siðbótin byrjar hjá okkur sjálfum

Var minntur á það í dag að á hverjum degi erum við fyrst og fremst að takast á við okkur sjálf. Þetta þekkja fáir betur en þeir sem kynnst hafa áfengisvanda, tóbaksnautn, matarnautn, vandræðum í skóla, vinnu og svo mætti áfram telja. Hvað varð til þess að ég fór að velta þessu upp. Jú, félagi minn sagðist vera með tvær spurningar sem hann vildi ræða í hádeginu.

Í fyrsta lagi hvernig við gætum komið í veg fyrir vaxandi spillingu í þjóðfélaginu og í öðru lagi hvernig vinnum við gegn vaxandi misskiptingu gæða? 

Mín fyrstu viðbrögð við spurningunum var að þagna vegna þess að þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Tími til frekara spjalls leið fljótt og fundurinn hélt áfram án þess að gott svar kæmi við spurningunum. Niðurstaða mín eftir því sem leið á daginn voru upphafsorðin í þessum passus.
 
Takist okkur að bæta okkur eru vonandi líkur til að spilling almennt minnki og ef við ljáum málum stuðning, sem leiða til jafnari skiptingu gæða næst árangur í þeim efnum líka.

Siðbótin hlýtur að byrja hjá okkur sjálfum. Við enduðum fundinn á að fara með okkar ágæta fjórpróf, sem eru svona:

Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?


Engin ummæli: