miðvikudagur, 11. maí 2016

Ferðamennska

Það eru gríðarlegar breytingar að eiga sér stað í landinu vegna ferðamennsku. Það var framan af hægur stígandi í þessu, en undanfarin þrjú, fjögur ár hefur orðið stökkbreyting. Þetta er allavega upplifun mín af því að ferðast um Suðurland. Ég hef í rúm fjörtíu ár keyrt Suðurlandsveg milli Skaftártungu og Kópavogs á ýmsum árstímum. Lengst af þegar maður keyrði austur féll umferðarþunginn niður eftir að komið var á Selfoss. Eftir að Landeyjarhöfn opnaði jókst aðeins þunginn þangað. Nú keyrir maður austur og það er bíll við bíl bæði austur og vestur. Það er erfitt að fá inn á hótelum vegna eftirspurnar. Upplifði það í fyrsta skipti að vera "óvart" afbókaður í Fjósinu undir Eyjafjöllum með 30 manna hóp, sem hafði þó verið bókaður með mánaðar fyrirvara. Ástæðan var auðvitað sú að þau höfðu yfirbókað. Maður fékk eitt lítið "sorry," en svo urðum við að leita annað með mat. Auðvitað spyr maður sig hvað þetta getur gengið svona lengi og hvenær bakslagið kemur. Ég hugsa að það sé ekki langt í það að við náum að verðleggja okkur út af markaðnum. Frétti af sænskri fjölskyldu, sem gat farið í þriggja vikna frí til USA fyrir viku kostnað á Íslandi. Bíll innifalinn. En mikið er gaman að ferðast um landið okkar í fallegu veðri.

Engin ummæli: