sunnudagur, 11. mars 2018

Skaftfellingamessa

Í dag var haldin Skaftfellingamessa. Kirkjukórar frá Vík og úr Skaftárhreppi komu til Reykjavíkur og tóku þátt í messuhaldi í Breiðholtskirkju í Mjóddinni. Við félagar í Söngfélagi Skaftfellinga í Reykjavík tókum þátt í söng í messunni og síðan vorum við með létta söngsyrpu í kaffisamsæti. Að austan komu um 30 manna hópur til þess að eiga þessa stund með okkur. Þetta er þrettánda árið sem Skaftfellingamessa er haldinn. Upphafsmaður hennar er sr. Gísli Jónasson en hann var áður prestur í Vík í Mýrdal. Gaman að minnast þess að pabbi tók þátt í þessu messuhaldi í nokkur, ár en Skaftfellingamessan var fyrst haldin árið 2006 síðasta árið sem hann var sóknarprestur að Ásum í Skaftártungu. Svona stund nærir sálina og gleður, endurvekur gömul kynni við fólk fyrir austan. Fyrir okkur söngfélaganna er ljúft að eiga þess kost að skemmta fólki með söng og er góður ávöxtur vetrarstarfsins nú þegar senn hallar vetri og vorar.

Engin ummæli: