föstudagur, 6. apríl 2018

Háskaleikir

Það hlýtur að vera erfitt að vera fulltrúi dvergríkis út í miðju Atlantshafi og þurfa að sitja í daglegum samskiptum við fulltrúa stærri þjóða, sem þekkja betur til vopnaskaks og 007 bellibragða. Færeyingar okkar góðu enn minni grannar græða núna á tá og fingri því þeir geta selt loðnu, síld, makríl og fleira góðgæti til Rússa á meðan við erum í sjálfskipuðu banni frá viðskiptum við þá. Þeir kunna að leika litla strákinn, sem smeygir sér hjá vandræðum. Við höfðum utanríkisráðherra sem tók upp á þeim á andsk... að leika frelsishetju í Úkraínu. Dettur ykkur í hug að hann hafi fundið upp á þessu sjálfur? Nú eru Bretar æfir af því þeim finnst Rússar hafi haft þá undir í einhverju 007 dæmi. Eins og slíkir háskaleikir sé einhver nýlunda meðal stóru strákana. Ó nei, James Bond leikir og John Lé Carre bækurnar eru skrifaðir af mönnum með mikla reynslu. Af hverju gátum við ekki bara sleppt að mæta á þessa fundi. Það væri í anda þeirrar utanríkisstefnu, sem Thor Thors og hans líkir lögðu í upphafi og fólst í því að skipta okkar ekki af þessu vopnaskaki stóru strákanna/stelpnanna. Það verður erfitt að sannfæra marga að Rússar séu miklir óvinir. Sjálfur Pútín var einn af fáum, ef ekki sá eini meðal forystumanna heimsins, sem talaði um okkur af velvild þegar við glímdum við afleiðingar bankahrunsins 2008. Hafa Bretar beðið okkur afsökunar á sinni framkomu? Ó nei ekki einu orði. Hvað þá bestu vinir okkar í vestri, sem dældu dollurum til að bjarga Dönum sem voru í svipaðri stöðu en létu okku sigla.

Engin ummæli: