mánudagur, 16. apríl 2018

Allir á móti öllum!

Ég viðurkenni það að ég skil lítið í þessari borgarastyrjöld, sem nú hefur staðið sjö ár í Sýrlandi. Sýnist allir vera á móti öllum. Rússar styðja þennan Assad. USA, Bretland og Frakkland styðja andófsmenn að hluta og svo eru Tyrkir að murka líftóruna úr Kúrdum í norðri, sem USA virðist styðja óformlega þó, vegna þess að þeir hjálpuðu til að fella ISIS. Þess á milli koma Ísraelar reglulega í heimsókn og skjóta allt í tælur sem tengist Íran í Sýrlandi og það virðist vera nóg af slíkum skotmörkum. Hisbollah er á kafi í þessu hernaðarbrölti með Assad og Íran. Mega ekki vera að því að berja á Ísrael. Sýnist kominn tími til að allir stigi eitt skref til baka og Assad láti sig hverfa. Af hverju? Maður sem notar eiturgas á eigin þjóð! Það þarf ekki fleiri orð um það. Ég er sammála Trump um að það er nú ekki glæsilegt afspurnar fyrir Pútin að vera mæta á svæðið til að kjassa þennan Assad. Sagan segir að Pútin hafi farið að hjálpa Assad því að honun leist ekkert á blikuna þegar "Arabíska vorið" hófst og fólkið fór að koma út á götur og krefjast breytinga og fella einræðisherra. Allavega, nú eru Bandamennirnir USA, Frakkland og UK búnar að skjóta 120 rakettum á Sýrland. Efast nú um að það muni breyta einhverju öðru en því að fleiri saklausir borgarar á þessu svæði munu láta lífið.

Engin ummæli: