föstudagur, 7. desember 2018

The smaller the country....

"The smaller the country the longer the speech," sagði Brian Mulroney fyrrverandi forsætisráðherra Kanada að Bush eldri fyrrum forseti USA hafi sagt við sig á fundi NATO, eftir langa ræðu forsætisráðherra Íslands. Það sem meira var hann sagðist eftir þessa ræðu hafa gert sér betur grein fyrir grunnatriðum alþjóða samskipta, sem felast í upphafsorðunum. Þetta kom fram í minningarorðum Kanadamannsins við jarðarför Bush eldri í gær. Hið talaða orð skiptir máli, þótt við eigum engan her og séum fá. Við getum þó allavega látið rödd skynseminnar hljóma og talað máli friðarins. Engin ástæða til að vera með minnimáttarkennd yfir smæð okkar. Þetta er líka áminning um að við eigum að temja okkur hógværð á alþjóðavettvangi. Gaman væri að lesa þessa ræðu líklega Steingríms til þess að gera sér betur grein fyrir hvað það var sem leiddi Bush forseta til þessarar niðurstöðu

Engin ummæli: