mánudagur, 29. júlí 2019

Vestur

Undanfarin mörg ár höfum við farið árlega vestur á firði. Pabbi var alinn upp á Ísafirði til 16 ára aldurs. Við fórum með honum margar ferðir vestur á Ísafjörð og eftir að hann dó 2012 fórum við árlega með mömmu. Þetta voru skemmtilegar ferðir og margar sögur um fólkið okkar sagðar. Oft hittum við gamla sveitunga hans, sem var ekki síður skemmtilegt. Nú fórum við Sirrý tvö vestur og erindið var fyrst og fremst að njóta vestfirska umhverfisins og minnast pabba og mömmu. Þetta var yndisleg ferð og veður og náttúra skartaði sínu fegursta, þótt stundum væri skýjað. Hef aldrei áður verið í 20 stiga hita á Vestfjörðum. Við erum líklegast síðasta kynslóð afkomenda sem enn teljumst eiga þarna einhverjar rætur, þótt þær séu eingöngu tilfinningalegs eðlis. Næstu kynslóðir eru höfuðborgarbúar og sum horfa til eða hafa sest að í öðrum löndum. Maður veltir fyrir sér framtíð þessa afskekktu byggða þegar fólk þarf ekki að treysta lengur á þær sér til lífsviðurværis. Sú spurning leitar einnig á hugann hvað verður um næstu kynslóðir. Höfum við tapað varðstöðunni um byggja hér upp fjölbreytt samfélag þar sem næstu kynslóðir sjá framtíð sína eða er þetta óþarfa bölsýni?

Engin ummæli: