miðvikudagur, 25. mars 2020

Covid 19 - heimsfaraldur

Allt í heiminum snýst um þennan heimsfaraldur Covid 19 og er faraldurinn þegar farinn að hafa mikil áhrif á líf okkar. Frá 14. mars erum við búin að vera aðallega heimavið, í sjálfskipaðri sóttkví. Þetta er þrúgandi staða og vonandi gengur þessi faraldur fljótt yfir með sem minnstum skaða fyrir alla. Annars byrjaði þetta ár ágætlega. Við höfðum nóg að gera í janúar og febrúar. Ég var leiðsögumaður og stundum keyrandi sem slíkur. Við fórum til Belgíu í byrjun mars og komum heim 6. mars. Þá var farið að tala um þessa vírusveiki. Ég fór í eina ferð 13. og 14 mars og hafði þá ferðamönnum fækkað til mikilla muna. Með mér í Gullna hringnum voru þrír gestir. Í þar síðustu ferð voru þeir 15 með í ferðinni á 19 manna springer. Nú eru engar skráðar ferðir.

Engin ummæli: