sunnudagur, 18. febrúar 2007

Hreyfiafl framtíðar.

Jæja, ekki bloggað í viku. Enginn hefur þó saknað þess það best ég veit. Ástæðan fyrir þessu dugleysi er að maður hefur haft meira en nóg að gera við tímann annað en að hanga í tölvunni alla daga.(glens) Annars datt ég í sagnfræðipælingar í vikunni sem ég get ef til vill sagt ykkur frá síðar. Ég hef legið í bókum sem fjalla um ofanverða 19. öld og byrjun 20. aldar. Nánar tiltekið frá ca. 1870 til 1918. Sögusviðið hefur verið Ísafjörður, Stykkishólmur, Reykjavík, Akureyri og Kaupmannahöfn. Aðalpersónurnar hafa verið Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson ritstjóri, Ásgeir Ásgeirsson skipstjóri, Ásgeir G Ásgeirsson, Hannes Hafstein, Gilsbakkabræður þeir Hjörtur, Þorvaldur, Grímur og Árni, Tryggvi Gunnarsson, Matthías Jochumsson, Einar Benediktsson og fl. Ég rakst á þessa tilvitnun í bók Guðjóns Friðrikssonar um Hannes Hafstein, Ég elska þig stormur:".. Þar sem rafmagnið felur í sér hreyfiafl framtíðarinnar hlýtur Ísland einnig að gera sig þar gildandi. Í gamla daga, þegar allir höfðu sömu vopn, gátu Íslendingar verið með eins og hverjir aðrir. Með krafti fossanna eiga Íslendingar nú möguleika á að ná sömu vopnum og aðrar þjóðir og er það skömm þeirra ef þeir nýta sér þau ekki." Vá, hvílík orðsnilld og framsýni. Hvar eru foringjar okkar í dag sem eiga að halda þessu merki HH á lofti. Á að fórna framtíðar hagsmunum þjóðarinnar og búa til eitt stöðnunar tímabilið enn í orkumálum. Hefur enginn foringi dug til að ganga fram fyrir skjöldu og standa vörð um nauðsyn þess að fá að virkja "hreyfiafl framtíðarinnar." Verðum við nauðsynlega að fara aftur í það dugleysis rassfar eins og var á áttunda og níunda áratugnum í orkunýtingarmálum. Eru allir búnir að gleyma hvað þurfti til að rétta kúrsinn og koma skútunni á réttan kjöl að nýju? Við verðum að ná farsælli lendingu í þessu máli og koma í veg fyrir að afturhaldið ná "framtíðarvopnum" okkar. Kveðja.

Engin ummæli: