sunnudagur, 4. febrúar 2007

Sitt lítið af hverju.

Þá er HM 2007 lokið. Botninn datt úr þessu öllu eftir leikinn við Dani. Þetta var ágætis skemmtan og dægrastytting meðan á mótinu stóð. Það er annars kominn hér snjór yfir allt. Maður var farinn að halda að það væri komið vor. Ég sá annars stærðar fuglaský yfir dalnum í byrjun vikunnar. Þúsundir af fuglum sem flugu í þéttu skýi yfir dalnum og mynduðu allslags form á himni. Þetta hafa örugglega verið starrar að koma í dalinn. Ótrúlegt náttúrufyrirbæri. Sá reyndar svipað ský í fyrra enn stærra, en það var aðeins vestar og yfir í Öskjuhlíðinni. Hér kom í heimsókn í gær Vala Birna. Hún var hjá okkur smá tíma og kunni því bara vel. Hún er orðin eins árs og rétt við það að fara að ganga. Valdi og Stella eru í Svearíki að heimsækja Hjört, Ingibjörgu, nafna og Jóhannes Erni. Nú fer að styttast í að þau flytji í nýja húsið sitt í Hammar. Björn og Gunnhildur eru komin frá Florida og Sunna farin til síns heima, en hún var hérna hjá okkur á meðan. Fórum í heimsókn til prestshjónanna í gær og ræddum málin fram og til baka. Það fer ekki milli mála að kosningar nálgast. Hitastigið í pólitíkinni fer ört hækkandi þessa dagana. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: