föstudagur, 9. mars 2007

Akranes

Það var vinnufundur í gær á Akranesi. Eftir fundinn var farið í stutta skoðunarferð um bæinn. Borðaður var kvöldverður í Haraldarhúsi. Húsráðendur tóku á móti okkur og kynntu okkur sögu þessa merka húss. Við vorum einnig leidd í gegnum sögu HB og Co hf. nú HB Granda hf. Í alla staði hin skemmtilegasta ferð. Ég bloggaði í fyrra nánar tiltekið 29.4.2006 um Harald Böðvarsson og vísa til þess pistils. Annars allt gott af okkur að frétta. Kveðja.

Engin ummæli: