mánudagur, 3. janúar 2011

Gleðilegt ár.

Gleðilegt ár með þökk fyrir liðið ár. Þetta hafa verið ljúf jól og áramót og liðið ótrúlega fljótt. Það fer ekki milli mála að Facebook hefur tekið mikinn tíma frá þessari bloggsíðu, hvað svo sem verður. Engin áramótaheit voru ákveðin að þessu sinni. Einhver persónuleikaþjálfinn sagði í útvarpsviðtali um daginn að maður ætti að forðast slíkt. Ég ákvað að fara eftir því. Þannig að það getur ef til vill flokkast undir áramótaheit. Hann lagði til að þess í stað færi maður yfir málin í rólegheitum í upphafi ársins. Oft var maður hér með loforð á árum áður. Hætta að reykja var um tíma klassískt loforð en það er á annan áratug síðan maður hætti því. Svo var það áheitið um að hreyfa sig meira. Ég er eiginlega búinn að segja "tjekk" við það. Þá var það loforðið um að grenna sig. Æ, það er svo gott að borða þannig að því hefur verið skotið undir teppið í bili. Þá var það áheitið um að um að minnka Facebook hangsið. Því hefur verið frestað um óákveðinn tíma en verður tekið til frekari skoðunnar innan skamms. Langtímamarkiðið er þó enn hið sama en það er að halda sínu striki og bæta sig í því sem maður hefur fyrir stafni hverju sinni. Að lokum er vinum og samferðamönnum þökkuð samfylgdin á árinu. Kveðja.

Engin ummæli: