laugardagur, 25. desember 2010

Jólin að nóttu sem degi.

Frá aðfangakvöldi klukkan sex og fram á annan í jólum rennur tíminn svolítið út í eitt. Dómkirkjan hringir inn jólin að venju og að lokinni messunni hefjast hátíðarhöldin sjálf sem standa í sólarhring með borðhaldi, opnun gjafapakka og samverustundum fjölskyldunnar. Helst má lítið gera þennan tíma, allavega hér áður fyrr og alls ekki spila spil, þótt eitthvað hafi verið gefið eftir í þeim efnum. Þetta er ekki svona allstaðar. Ég frétti af íslenskri fjölskyldu sem fékk símtal frá miðevrópskri vinafólki klukkan sex á aðfangadag og skyldi ekkert í hvað samtalið gékk stirðlega. Tilefnið var að bjóða til teitis síðar um kvöldið í tilefni jólanna. Þarna rákust á tveir ólíkir menningarheimar í jólahaldi sem endaði í uppfræðslu um helgihald jólanna í ýmsum hornum Evrópu. Með öðrum orðum, svona eru jólin, en ekki hjá öllum. Kveðja.

Engin ummæli: