miðvikudagur, 15. desember 2010

Á aðventunni.

Hér er lítið skrifað enda hefur Facebook tekið mikinn tíma frá ritstjóra annálsins undanfarna mánuði. Þar má tjá sig í máli og myndum og skiptast á skoðunum við aðra fésverja. Hjörtur og fjölskylda komu í síðustu viku í heimsókn til Íslands í tilefni 80 ára afmælis nafna hans og afa. M.ö.o. pabbi varð áttatíu ára þann áttunda desember og er honum hér færðar árnaðaróskir. Annars hafa dagarnir snúist í kringum vinnu og fjölskyldu upp á síðkastið. Það er eins gott að reyna að njóta þessara stuttu stunda sem gefast til samveru í stórfjölskyldunni vegna þess að þessari jólahátið og nýári fylgja fáir frídagar. Sirrý er komin heim eftir nokkurra vikna dvöl í Svíþjóð þar sem hún leggur stund á nám og rannsóknir. Sigrún er á fullu í hjúkrunarnáminu og hefur nýlokið miðsvetrarprófum. Ef að líkum lætur mun hún væntanlega útskrifast á komandi sumri. Nóg í bili.

Engin ummæli: