föstudagur, 3. desember 2010

Í leit að jafnvægispunktinum.


Í leikfimitímanum í dag vorum við að æfa jafnvægispunktinn m.ö.o. í æfingum sem styrka þjáðan búkinn í að halda jafnvægi í mismunandi stöðum. Þetta ku vera nauðsynlegt fyrir miðaldra karla sem stunda golfíþróttina af kappi. Fimleikastjórinn rak okkur áfram af miklum krafti. Skammaði þá sem komu of seint í tímann og þá sem gerðu æfingarnar ekki rétt. Einn fékk: "Nei sæll vinur gaman að sjá þig hér í dag. Nú sé ég hvað þeir eru orðnir góðir sem mæta reglulega í tímana." Annar sem kom 10 mínútum of seint fékk: "Þú ert fljótur að drífa þig úr fötunum, aðeins þrjár mínútur." Þeir sem mættu á réttum tíma og voru búnir að hita upp urðu að hlaupa þar til síðbúinn félagi var kominn í leikfimigallann. Það tók hann fimm mínútur. "Strákar þig getið þakkað honum fyrir þessar aukalegu fimm mínútur." Síðan voru menn vigtaðir og áminntir um að ef þeir fitnuðu um 1 kg um jólahátíðia yrðu þeir að borga sektir í janúar. Það merkilega við þetta er að allir viðstaddir borga fyrir þessa tíma og það er biðlisti manna sem vilja komast í hópinn. Við þurfum víst flest svona aðhald til þess að ná settu marki í að þjálfa skrokkinn. Allavega eru flestir í hópnum búnir að vera í árafjöld i þessum leikfimihópi.

Engin ummæli: