sunnudagur, 21. nóvember 2010

Það leiðist engum í söng

Í gær var ég á söngæfingu hjá kórnum mínum, Söngfélagi Skaftfellinga. Við æfum einu sinni í viku og tökum því einstaka sinnum langan laugardag til þess að taka ærlega á því. Æfingin stóð í fjóra tíma og svo var sameiginlegur kvöldverður kórfélaga í lok æfingar. Þetta var í alla staði hin skemmtilegasta æfing.Unnið er að vinna upp lagavalið fyrir næstu vortónleika og svo var aðeins farið yfir jólalögin. Fyrirhuguð er ferð til Svíþjóðar næsta sumar til að endurgjalda heimsókn sænska kórsins Östergök sem kom hingað síðastliðið vor.

Engin ummæli: