sunnudagur, 7. nóvember 2010

Tónleikar í Seltjarnarneskirkju.

Seltjarnarneskirkja. Í dag voru haldnir tónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju. Félagar í kórnum hófu tónleikana með því að sungin voru átta klassísk einsöngslög af jafnmörgum kórfélögum eftir ýmsa meistara tónsmíðanna: Back, Franck, Händel, Mendelsohn og Vivaldi. Eftiminnilegur er flutningur sópransins Agnesar Amalíu Kristjónsdóttur á Sposa son disprezzata eftir Vivaldi og altsins Jóhönnu Héðinsdóttur á Panis Angelicus eftir C. Franck. Einnig var ánægjulegt að heyra svo marga sóprana syngja og heyra hversu mismunandi raddirnar eru þrátt fyrir að allar flokkist undir sama raddsvið. Þar næst söng kammerkórinn fjögur lög. Eftir hlé var sannarlega hápunktur tónleikanna. Þá flutti kórinn Missa Brevis eftir Jacob de Haan við undirleik félaga úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Þetta var mikil tónlistarveisla og góður kraftur í flutningi verksins, sem skiptist upp í hefðbundin katólsk messuvers: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Benedictus og Angus Dei. Stjórnandi og undirleikari í flutningi einsöngslaganna var Friðrik Vignir Stefánsson organisti í Seltjarnarneskirkju. Þessir tónleikar voru vandaðir og nærandi fyrir sálina. Kammerkórinn er skipaður kraftmiklu söngfólki og hæfileikaríku. Bestu þakkir fyrir þessa tónleika.

Engin ummæli: