laugardagur, 30. október 2010

Nóg að gera

Aðalfundarfulltrúar Þetta er búin að vera annasöm vika. Aðalfundur L.Í.Ú.var haldinn í vikunni og stendur hann í tvo daga. Þetta er hundrað og áttatíu manna fundur. Aðalumfjöllunarefnið var framtíð aflamarkskerfisins í ljósi hugmynda sjávarútvegsráððherra að hefja sölu á aflaheimildum í mikilvægum fisktegundum eins og m.a. þorski, ýsu, gullkarfa og síld. Í gærkvöldi komu fulltrúar ásamt mökum saman til lokahófs, sem tókst í alla staði mjög vel að vanda.

Engin ummæli: