sunnudagur, 3. október 2010

Kristianstad í október.

Höfum átt hér góða daga í Kristianstad með Hirti, Ingibjörgu og strákunum okkar, Sveini Hirti og Jóhannesi Erni. Veðrið á Skåne er til þess að gera milt en það er þó heldur að kólna. Fórum til Kivíkur í dag og vorum þar á markaðsdegi eplanna. Enduðum á "hippakaffihúsi" út í skógi sem áður var brugghús, framleitt alkohól úr kartöflum og korni til 1970. Nú þá var farið á dótamarkað í morgun. Þar var selt allt milli himins og jarðar. Þetta er svona það helsta úr ríki Svía. Á morgun kemur í ljós hvernig meirihlutamálum Reinfelt í pólitíkinni verður háttað. Í framhaldi fórum við til Jönköping og var ég þar fram á miðvukdaginn 6. október. Við leigðum okkur bíl í Malmö og keyrðu m.a. til Bostad á leiðinni til Jönköping og komum við í nokkrum minni bæjum á leiðinni. Höfum átt fína daga í Jönköping.

Engin ummæli: