mánudagur, 9. maí 2011

Í söng.

Skaftarnir.
Vortónleikar Söngfélags Skaftfellinga voru haldnir eins og til stóð í Áskirkju í gær. Þrátt fyrir brakandi blíðu var á annað hundrað manns mættir til þess að hlusta á kórinn. Tónleikarnir gengu vel fyrir sig og var gerður góður rómur að söng kórsins. Eftir tónleikana var haldið kaffisamsæti í Skaftfellingabúð. Þá bauð einn kórfélagi kórnum heim til sín svona til að ljúka deginum. Það er ekki laust við að maður sé þegar farinn að sakna þess að nú verði engar söngæfingar á þriðjudagskvöldum en æfingar hefjast ekki að nýju fyrr en í september. Kórfélögum eru þakkaðar samstarfið síðastliðinn vetur og frábært félagsstarf á vettvangi kórsins.

Engin ummæli: