sunnudagur, 22. maí 2011

Gos í Grímsvötnum.

Gögn frá Veðurstofu Íslands Aftur er hafið gos á Surðurlandi. Núna í Grímsvötum sem eru norðvestanvert í Vatnajökli. Þarna gaus síðast árið 2004. Gosið hófst rúmlega sjö í görkvöldi og sást mökkurinn viða að. Vísindamenn segja að þetta sé tíu sinnum stærra gos en síðasta gos í Grímsvötunum. Veðrið hér í Reykjavík var fallegt í gær, heiðskírt, en kallt. Við fórum einnig á Austurvöll til þess að horfa þar á loftfimleika ungs fólks hangandi á taumi úr kranabómu í tilefni Listahátíðar sem haldin er þessa dagana. Lilja dóttir Valdimars og Stellu hefur verið í heimsókn hjá okkur þessa helgi og höfum við átt góðar stundir. Nóg í bili.

Engin ummæli: